Nýr sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga

Gerður Sigtryggsdóttir, tekur við stjórn Sparisjóðsins 1. júní n.k.
Gerður Sigtryggsdóttir, tekur við stjórn Sparisjóðsins 1. júní n.k.

 

Sparisjóður Suður-Þingeyinga ses. hefur ráðið Gerði Sigtryggsdóttur í stöðu sparisjóðsstjóra frá og með 1. júní nk. Gerður sem er fædd og uppalin á Breiðumýri í Reykjadal hefur viðskiptafræðimenntun og starfaði um árabil hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Undanfarin þrjú ár hefur Gerður verið skrifstofustjóri hjá Þingeyjarsveit.

Anna Karen Arnarsdóttir, núverandi sparisjóðsstjóri, hefur sagt starfi sínu lausu þar sem hún og fjölskylda hennar munu flytja til Noregs síðar á árinu.

Stjórn Sparisjóðs Suður-Þingeyinga ses. þakkar fráfarandi sparisjóðsstjóra vel unnin störf í þágu sjóðsins og býður nýjan sparisjóðsstjóra velkominn til starfa. JS

Nýjast