Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Margrét Pála Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar undirrituðu nýverið nýjan samning um rekstur leikskólans Hólmasólar við Helgamagrastræti. Hólmasól hóf starfsemi 2. maí 2006. Leikskólinn starfar eftir hugmyndafræði Hjallastefnunnar sem byggir á kynjaskiptingu barnahópanna.
Framkvæmd verkefnisins lýtur faglegu eftirliti fræðslusviðs Akureyrarbæjar en faglegt eftirlit er á ábyrgð fræðsluráðs Akureyrarbæjar. Sömu kröfur og skilyrði skulu gilda um aðbúnað barna og gæði leikskólastarfs í leikskólanum eins og í öðrum leikskólum Akureyrarbæjar. Hagsmunir barna skipta hér höfuðmáli, segir á vef Akureyrarbær.
Samningurinn gildir til 31. júlí 2022 og er framlengjanlegur um fimm ár í senn eftir það.