Nýjasti potturinn í Sundlaug Akureyrar verður senn tilbúinn en potturinn er hluti af endurbótum á sundlaugarsvæðinu sem staðið hafi yfir um nokkurt skeið. Verið er að lagfæra svæðið umhverfis pottinn áður en hann verður opnaður fyrir almenning sem verður á næstu vikum.
Um er að ræða annars vegar nuddpott og hins vegar vaðlaug. Ingibjörg Isaksen, formaður umhverfis-og mannvirkjaráðs, segir að skortur hafi verið á plássi á sólarmestu dögunum í barnavaðlauginni.
„Og með þessu erum við að hugsa að aðskilja svæðin. Þ.e. nýja vaðlaugin er frekar hugsuð fyrir eldri börnin á meðan barnavaðlaugin er fyrir þau yngri með tilheyrandi leiktækjum,“ segir Ingibjörg.