Fyrsti sveitarstjórnarfundur nýrrar sveitarstjórnar í Norðurþingi fór fram í stjórnsýsluhúsinu á þriðjudag í síðsutu viku. Á fundinum kynnti nýr meirihluti D, V, og S lista málefnasamning sinn þar sem áhersla er lögð á að við ákvarðanatöku verið fjölskyldan sett í fyrsta sæti.
Hjálmar Bogi Hafliðason setti fundinn en hann er sá fulltrúi með lengstu setu í sveitarstjórn. Fyrir fundinum lágu tillögur um kjör fulltrúa í ráð, nefndir og aðalfundi kjörtímabilið 2018-2022.
Sveitarstjóri verður áfram Kristján Þór Magnússon, forseti bæjarstjórnar er Örlygur Hnefill Örlygsson D- lista og til vara Silja Jóhannesdóttir S-lista. Formaður byggðaráðs er Óli Halldórsson V-lista og til vara Helena Eydís Ingólfsdóttir D-lista. Formaður framkvæmda- og skipulagsráðs er Silja Jóhannesdóttir S-lista og til vara Örlygur Hnefill, D-lista. Formaður Fjölskyldurráðs er Helena Eydís og til vara er Óli Halldórsson.
Skarpur dró út nokkur atriði úr samningnum og ræddi við fulltrúa úr meirihluta og minnihluta sveitarstjórnar Norðurþings, lesa má allt um málið í prentútgáfu Skarps sem kom út á fimmtudag.