Nýr 400 metra göngu- og hjólastígur meðfram Glerá, á milli Hjalteyrargötu og Hörgárbrautar hefur verið lagður. Á næsta ári á svo að gera stig niður að sjó og norður i Sandgerðisbót.
Húsheild Hyrna hefur hafið vinnu við byggingu þjónustuhús hafnarinnar á Torfunefsbryggju. Áætlað er að vinnu við húsið verði lokið á vordögum 2026. Þriðjudaginn 19. ágúst kl. 11.00 voru opnuð tilboð í byggingarétt lóðanna Torfunef 2 og 3 í samræmi við úthlutunar- og útboðsskilmála frá 19. maí s.l.
Eftir að ég komst á sjötugsaldurinn hef ég þurft að horfast í augu við það að margt það sem ég áður hafði er farið að minnka og hverfa. Hárin á höfði mér eru næsta fá talsins og þau sem eru þar enn hafa tekið á sig hvítan lit. Líkamlegt þrek er minna og sjónin lítið eitt farin að daprast. Ég tel hins vegar að í stað þessa hafi ég öðlast vitneskju sem aðeins reynslan og tíminn geta fært manni. Stundum er þetta vitneskja sem gengur þvert á það sem spekingar hafa sagt og skrifað um lykil að farsælu lífi.
Það var sannkölluð möffinsveisla um verslunarmannahelgina þegar Mömmur og möffins héldu upp á 15 ára afmæli sitt með glæsilegri söfnun. Alls söfnuðust 1.681.579 krónur sem renna óskertar til fæðingardeildar Sjúkrahússins á Akureyri, en fulltrúar söfnunarinnar afhentu SAk styrkinn formlega í gær.
Í enda júní veitti Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri Jóhanni Páli Árnasyni heiðursdoktorsnafnbót á sviði félagsvísinda við hátíðlega athöfn. Jóhann, sem fæddur er og uppalinn á Dalvík, hefur átt langan og merkan feril og fagnaði á dögunum 85 ára afmæli sínu