Ennfremur bjóða Undirheimar áður útgefnar glæpasögur sinna höfunda til sölu á hagstæðu verði. Um þessar mundir og á næstu vikum koma út eftirtaldar bækur hjá Undirheimum: Land tækifæranna eftir Ævar Örn Jósepsson, Þar sem sólin skín eftir Lizu Marklund, Rauðbrystingur eftir Jo Nesbø, Óheillakrákan eftir Camillu Läckberg og Kallaðu mig prinsessu eftir Söru Blædel. Bækur eftir Nesbø og Blædel eru nú að koma út í fyrsta sinn á íslensku, en bæði njóta þau gífurlegra vinsælda í heimalöndum sínum, Noregi og Danmörku, auk þess sem bækur þeirra eru gefnar út víða um heim. Þess má geta að Nesbø og Blædel eru bæði væntanleg til Íslands nú í maí. Bækur Ævars Arnar, Marklund og Läckberg hafa notið mikilla og vaxandi vinsælda undanfarin ár og fengið afar lofsamlega dóma, segir í fréttatilkynningu.
Allar bækur Undirheima eru kiljur. Veffang Undirheima er www.undirheimar.is.