Ný gjaldskrá fyrir heima- þjónustu á Akureyri

Félagsmálaráð Akureyrar hefur samþykkt tillögu að nýrri gjaldskrá fyrir heimaþjónustu og vísað henni til bæjarráðs. Um er að ræða breytingu bæði á gjaldi og uppbyggingu gjaldskrárinnar. Tekjutenging er að mestu afnumin en eftir sem áður eru þeir undanþegnir gjaldi sem eingöngu hafa tekjur frá TR eða sambærilegar tekjur.  

Gert er ráð fyrir að gjald hækki  í 1000 krónur en gjaldið er nú 439 - 879 krónur fyrir hvern tíma.  Hins vegar er í tillögunni gert ráð fyrir að einungis sé innheimt fyrir aðstoð við heimilisverk og aldrei meira en fyrir tvo tíma á viku. Samkvæmt núgildandi gjaldskrá er innheimt  fyrir allt að 10 tíma á viku. Ný gjaldskrá mun því hækka gjald þeirra sem einungis þurfa litla þjónustu við almenn heimilisverk en lækka gjald þeirra sem þurfa umfangsmikla aðstoð við eigin umsjá.

Nýjast