Norrænt myndlistarmót haldið að Hólum í Hjaltadal

Miðvikudaginn 24. júní til sunnudags 28. júní nk. verður haldið Norrænt myndlistarmót að Hólum í Hjaltadal. Þetta er fjórða árið í röð sem fimm norrænir myndlistarmenn hittast og vinna saman,  mála og upplifa sérstöðu norrænnar náttúru og menningu.  

Verkefnið hófst í Finnlandi 2006, þar næst  í Svíþjóð, síðasta sumar var það í Noregi, á Íslandi þetta sumar og svo er reiknað með að verkefninu ljúki í Færeyjum næsta sumar. Listamennirnir sem hafa tekið þátt í þessu verkefni eru:  Bárður Jakupsson, Iréne Viberg, Karin Lipkin-Forsén, Guðmundur Ármann Sigurjónsson  og William Glad. Sunnudaginn 28. júní milli kl. 14 og 16 munu listamennirnir stilla upp afrakstri vinnunnar þessa dagana að Hólum. Þarna verður ekki um hefðbundna sýningu að ræða, heldur munu gestir geta skoðað verk í vinnslu og rætt við listamennina.  Myndefnin munu verða sótt víðsvegar um Skagafjörðin. Þarna má vænta að verk í vinslu eins og teikningar,  vatnslitamyndir og akrílverk verði hægt að skoða. Þessi listsamvera verður í Auðunnarstofu á Hólum  í Hjaltadal.

Nýjast