Norrænir kvikmyndadagar standa nú yfir á Akureyri þar sem sex kvikmyndir verða til sýnis í Sambíóunum fram til 20. október og aðgangur ókeypis. Það er norðlenski kvikmyndaklúbburinn KvikYndi og Norræna upplýsingaskrifstofan sem standa að kvikmyndadögunum. Nú er komið að Norðurlöndunum að baða sig í sviðsljósinu. Það er sterkur uppreisnartónn í myndunum í ár."
"Återtreffen (The Reunion) er spennandi blanda af leikinni mynd og heimildamynd þar sem fórnarlamb eineltis neyðir bekkjarfélaga sína til að horfast í augu við gjörðir sínar á klassísku reúnjoni. Skólamál eru í brennidepli í Jeg hader ADHD en þar fjallað um skóla sem beitir nýstárlegum aðferðum við að kenna börnum með ADHD. Í myndinni The Fake Case er fjallað um glímu eins þekktasta listamanns samtímans, Ai Weiwei, við kínversk yfirvöld, segir í tilkynningu frá KvikYndi en sérstakar þakkir fá Norðurorka, Norlandair, Rafeyri, Brimborg/Volvo. Stiklur og nánari upplýsingar um myndirnar má finna á www.kvikyndi.is. Sýningar fara fram í Sambíóunum og eru sýningardagar eftirfarandi:
Fimmtudagurinn 15. okt. kl. 18:00 Återtreffen/The Reunion (Svíþjóð)
Föstudagurinn 16. okt. kl. 18:00 Eskimo Diva (Grænland)
Laugardagurinn 17. okt. kl. 18:00 Jeg er din/I´m yours (Noregur)
Sunnudagurinn 18. okt. kl. 18:00 Ai Weiwei: The Fake Case (Danmörk)
Mánudagurinn 19. okt. kl. 18:00 Min lilla syster (Svíþjóð)
Þriðjudagurinn 20. okt. kl. 18:00 Jeg hader ADHD (Danmörk)