Þar mun Støre flytja erindi um norðurslóðamál og skrifa undir samning við Háskólann á Akureyri um stöðu prófessors í norðslóðafræðum, Nansenstöðu. Af þessu tilefni opnar utanríkisráðherrann einnig sýningu um norska heimskautafarann, vísindamanninn og mannvininn Fridtjof Nansen og verður sýningin opin almenningi í Hofi frá kl. 17:00 - 20:00 í dag. Sýningin verður síðan opnuð á ný í Háskólanum á Akureyri 3. október og verður opin á opnunartíma háskólans til 14. október.