Akureyri hefur þar með unnið þrjá leiki í röð í deildinni og er komið upp að hlið Hauka í öðru sæti deildarinnar með sjö stig. Fram er hins vegar enn á botni deildarinnar með tvö stig.
Jónatan Þór Magnússon fór á kostum í liði Akureyrar og skoraði 13 mörk og Oddur Gretarsson kom næstur með 6 mörk. Hörður Flóki Ólafsson átti frábæran leik í marki Akureyrar í kvöld og varði 23 skot.
Í liði Fram var Arnar Birkir Hákonarsson markahæstur með 8 mörk og Akureyringurinn Magnús Stefánsson kom næstur með 4 mörk. Þá varði Magnús Erlendsson 12 skot í marki Fram.