Neyðarlínan ekki alltaf verið að virka í Hrísey

Hverfisráð Hríseyjar ræddi að gefnu tilefni um neyðarlínuna 112, á síðasta fundi sínum. Enn og aftur hefur komið í ljós að hún er ekki að virka þegar kallað er eftir aðstoð við að flytja sjúkling frá Hrísey. Jafnframt var rætt um nauðsyn þess að halda skyndihjálparnámskeið og fá sem flesta til að sækja það.  

Málið var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Akureyrar í gær og í bókun ráðsins kemur fram, að samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni hafi verið gripið til ráðstafana sem eigi að koma í veg fyrir að atburður eins og sá sem hér um ræðir endurtaki sig.
 

Nýjast