Nemendur Tónlistarskólans á Akureyri verða á faraldsfæti í vikunni og flytja tónlist bæði í skólanum sjálfum,
í miðbænum og á Hlíð. Í dag kl. 18.00 syngja söngnemendur skólans á Hlíð. Fimmtudaginn 26. mars kl. 18.00 verða
fimmtudagstónleikar nemenda á sal skólans.
Föstudaginn 27. mars kl. 17.00 spilar Brasshópur í umsjón Vilhjálms Inga Sigurðarsonar á stuttum tónleikum í Te og kaffi í
Eymundsson við Hafnarstræti. Daginn eftir, laugardaginn 28. mars kl. 15.00, verða svo vortónleikar gítardeildar á sal skólans.