Draupnir frá Akureyri og Dalvík/Reynir mætast í nágrannaslag í Boganum í kvöld í fimmtu umferð D- riðils 3. deildar karla í knattspyrnu. Fyrir leikinn munar tveimur stigum á liðunum. Dalvík/Reynir hefur þrjú stig í næstneðsta sæti riðilsins en Draupnir vermir botnsætið með eitt stig.
Leikurinn í kvöld hefst kl. 20:00.