Nætursalan í miðbæ Akureyrar hefur verið lokað en eftir því sem Vikudagur kemst næst er það vegna rekstrarerfiðleika. Óvíst er hvort einhver önnur starfsemi taki við í húsinu en fasteignin er í eigu umhverfis-og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar.
Strætóbílstjórar hafa haft aðstöðu í húsinu og munu hafa áfram. Einnig hefur fólk sem beðið hefur eftir strætó fengið að fara þangað inn og Nætursalan hefur því verið hálfgerð samgöngumiðstöð.
„Okkur finnst óþægilegt að geta ekki haft þetta opið fyrir fólk en við teystum okkur ekki að hafa þetta opið án vörslu því þarna safnast saman allskonar lið,“ segir Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar Akureyrar.