Mikil aðsókn hefur verið að Hlíðarfjall undanfarnar helgar. Vegna fjöldatakmarkana má aðeins taka við fjórðungi þess fjölda sem venja er að taka á móti. Miðsala fyrir næstu tvær vikur hófst í hádeginu í dag og eru nær allir miðar seldir.
Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segir í samtali við Rúv að mikið álag hafi verið á tölukerfinu þegar opnað var fyrir miðasölun.
Vetrarfrí hefjast í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku. Í Kópavogi er frí í grunnskólum á fimmtudag og föstudag og í Reykjavík á mánudag og þriðjudag í næstu viku.