Ná Akureyringar að stöðva Haukahraðlestina?

Akureyri á erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld.
Akureyri á erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld.

„Þetta er liðið sem er búið að spila langbest í allan vetur og þetta verður örugglega hörkuleikur. Þarna mætast tvö lið á góðu róli,“ segir Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar. Norðanmenn fá vandasamt verkefni í kvöld er liðið tekur á móti toppliði Hauka í N1-deild karla í Höllinni kl. 19:00. Haukar hafa farið á kostum í vetur og hafa 16 stig á toppi deildarinnar, en liðið hefur aðeins tapað einum leik af níu en unnið átta. Akureyringar hafa 10 stig í sjötta sæti og leikurinn í kvöld afar mikilvægur fyrir þá upp á framhaldið.

Haukar sýndu hversu megnugir þeir eru með því að valta yfir Valsmenn í bikarnum á útivelli síðustu helgi og eru lítt árennilegir þessa dagana.

„Þeir hafa verið svakalega stapílir og hafa komið mjög sterkir inn. Þetta er lið sem er gott varnarlega og sóknarlega og hefur þess utan tvo frábæra markmenn. Þeir eru núna að springa út þessir ungu strákar og hafa líka fengið góða menn til liðs við sig þótt þeir hafi misst menn líka,“ segir Atli.

Nánar er rætt við Atla um leikinn í kvöld á íþróttasíðum Vikudags sem kemur út í dag.

Nýjast