Fyrsta sýningin var haldin í vor í heyhlöðu við Mývatn og nefndist Lýðveldið við vatnið. Sú þriðja verður opnuð í húsnæði gömlu ullarverksmiðjunnar við Varmá í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ. Sýningarverkefnið hefur hlotið styrk frá Hlaðvarpanum, menningarsjóði kvenna. Verkefnið er sjálfstætt framhald af samsýningu hópsins ,,Lýðveldið Ísland" sem haldin var í Þrúðvangi, Álafosskvosinni árið 2004 og tileinkuð var 60 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Að sýninguni á Ströndum standa; Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir. Sýningin verður aðeins opin 1. og 2. ágúst frá kl. 14-19, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.