Músík í Mývatnssveit um páskana

Í Mývatnssveit. Mynd: Gaukur Hjartarson.
Í Mývatnssveit. Mynd: Gaukur Hjartarson.

Tónlistarhátíðin Músík í Mývatnssveit um páska verður nú haldin í 20. sinn. Kammertónleikar verða í Félagsheimilinu Skjólbrekku á skírdag 13. apríl kl. 20 og tónleikar með hátíðaryfirbragði í Reykjahlíðarkirkju föstudaginn langa 14. apríl kl. 21:00.  Flytjendur eru:

Kristinn Sigmundsson, bassi. Laufey Sigurðardóttir, fiðla. Bryndís Halla Gylfadóttir, selló. Domenico Codispoti, píanó - ásamt mývetnskum gestum Stefáni Jakobssyni og Margréti Hildi Egilsdóttur. Tvær mismunandi efnisskrár og fjölbreytt tónlist í boði.

Miðasala við innganginn. JS

Nýjast