Þetta er algjörlega ný staða, því undanfarin ár hefur verið biðlisti eftir íbúðum. Haraldur segir ekki mikið um að leigjendur segi upp íbúðunum, en hins vegar hafi umtalsvert færri háskólastúdentar utan Akureyrar sótt um íbúðir í haust en áður. Sem dæmi er leiguverð fyrir tiltölulega nýlega 2ja herbergja, 55 fermetra íbúð, 76 þúsund krónur á mánuði, fyrir utan hita og rafmagn. Þetta kemur fram á vef RÚV.