Á morgun, laugardaginn 10. janúar, verður mótmælaganga frá Samkomuhúsinu niður að Ráðhústorgi á Akureyri kl 15.00.
Þar á að mótmæla hreppaflutningum á eldri kynslóðinni, lokun dagdeildar við Skólastíg, uppsögnum ljósmæðra og
skerðingu á þjónustu á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Á torginu mun Rósa Eggertsdóttir taka til máls og í lokin takast
viðstaddir í hendur og hugleiða réttlæti.