Minnismerki um síðutogaraútgerð verður við Drottningarbraut

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, og Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyja…
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, og Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, undirrituðu samninginn í gær Myndir akureyri.is

Í gær var undirritaður samningur Akureyrarbæjar og Sjómannafélags Eyjafjarðar um staðsetningu minnismerkis um síðutogaraútgerð á Íslandi, sem verður sett upp austan við strandstíginn við Drottningarbraut, og kostnaðarskiptingu við uppsetningu og viðhald.

Minnismerkið er smíðað að frumkvæði áhugahóps um síðutogaraútgerð en verður í eigu Sjómannafélags Eyjafjarðar. Verkið stendur á hringlaga fleti sem er 7 metrar í þvermál en aðrar málstærðir má sjá á meðfylgjandi teikningu.

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbær annast grófa jöfnun undirlags fyrir verkið, kostnað við útfærslu og staðsetningu og leggur til rafmagnstengingu að því. Áætlaður kostnaður vegna þessara verkþátta er um hálf milljón króna. Sjómannafélag Eyjarfjarðar skal hafa samráð við Umhverfis- og mannvirkjasvið um uppsetningu og frágang á verkinu.

Sjómannfélagið ber allan kostnað af uppsetningu minnismerkisins og viðhaldi þess. Félagið ber einnig ábyrgð á öryggi á svæðinu við uppsetningu verksins með tilliti til hættu sem getur skapast vegna þess og að viðhald á verkinu standist öryggiskröfur sem gerðar eru til slíkra verka.

 

 

Nýjast