Miklar skemmdir á eldra húsnæði Háskólans á Akureyri

Viðhald sat á hakanum eftir hrunið fyrir áratug og það er að koma í bakið á mönnum núna.  Miklar rak…
Viðhald sat á hakanum eftir hrunið fyrir áratug og það er að koma í bakið á mönnum núna. Miklar rakaskemmdir sem leiddu til myglu og sveppagróðurs í eldri skrifstofubyggingu höfðu í för með sér að flytja þurfti aðalskrifstofu skólans úr húsinu. Kostnaður við viðgerð nemur um 200 milljónum króna.

Miklar skemmdir hafa komið í ljós á eldra húsnæði Háskólans á Akureyri. Um er að ræða rakaskemmdir sem leiddu til myglu og sveppagróðurs í húsinu og höfðu í för með sér að því þurfti að loka. Skrifstofur háskólans voru áður í þessu húsi. Gert er ráð fyrir að kostnaður við viðgerðir nemi um 200 milljónum króna.

Viðhald á húsnæðinu hefur verið í lágmarki allt frá hruni fyrir áratug og er það nú að koma tvöfalt í bakið á mönnum. „Það kostar um 200 milljónir króna að koma húsnæðinu í það ástand sem uppfyllir nútíma skilyrði um skrifstofuhúsnæði. Það er mikill lærdómur fólgin í því hvernig stjórnvöld tókust á við úrlausn mála í tengslum við síðustu kreppu. Eitt af því er að ef til vill er hægt að skera niður í framlögum til innviða og uppbyggingar tímabundið, en slíkt kemur tvöfalt í bakið á okkur," segir Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri.

 

Þær 200 milljónir króna sem kostar að lagfæra skemmdir á húsnæði skólans eru ekki fastar í hendi. „Við þurfum að sækja það fjármagn sérstaklega, fjármögnun er ekki tryggð, en verið að skoða málið og andinn í samtölum við ráðuneyti er jákvæður,“ segir Eyjólfur.

Fjallað er um málið í prentútgáfu Vikudags í dag.

 

Nýjast