Mikilvægur sigur Þórs/KA á Val

Kvennalið Þórs/KA vann gríðarlega mikilvægan sigur á Val, er liðin áttust við í 14. umferð Pepsideildarinnar í knattspyrnu á Hlíðarenda í gærkvöld. Lokatölur leiksins urðu 2:1 og skoraði Mateja Zver bæði mörk norðanstúlkna, það síðara þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Á sama tíma vann Þór góðan sigur á Víkingi R., 1:0 á Þórsvellinum og fyrir austan vann KA góðan útisigur á Fjarðabyggð.  

Sigurmark Þórs gegn Víkingi á Þórsvellinum kom í uppbótartíma en það skoraði Kristján Steinn Magnússon með góðum skalla. Á Eskifirði skoruðu þeir Orri Gústafsson og Guðmundur Óli Steingrímsson fyrstu tvö mörk KA í 3:0 sigri liðsins en þriðja markið var sjálfsmark heimamanna.

Sigrinum á Val á Hlíðarenda er Þór/KA enn í toppbaráttunni í Pepsideild kvenna og þá eru bæði KA og Þór enn með í baráttunni um sæti í efstu deild karla á næsta ári.

Nýjast