Mikilvægur sigur hjá Magna

Magni vann afar mikilvægan sigur á ÍH/HV er liðin mættust á Grenivíkurvelli sl. laugardag í 2. deild karla í knattspyrnu. Lokatölur leiksins urðu 4-2 sigur Magna. Ingvar Gíslason skoraði tvívegis fyrir Magna í leiknum, Frans Veigar Garðarsson gerði eitt mark og fjórða mark Magna var sjálfsmark gestanna.

Þeir Þórarinn Máni Borgþórsson og Daði Kristjánsson skoruðu mörk gestanna í leiknum. Með sigrinum náði Magni að lyfta sér úr fallsæti og er í níunda sæti með 19 stig.

Nýjast