Mikilvæg stig í súginn hjá Magna

Magni tapaði mikilvægum stigum í fallbaráttu 2. deildar karla í knattspyrnu þegar liðið sótti BÍ/Bolungarvík heim sl. laugardag. Lokatölur urðu 3-2 sigur BÍ/Bolungarvíkur. Magni komst tvívegis yfir í leiknum með mörkum frá þeim Magnúsi Birki Hilmarssyni og Georg Fannari Haraldssyni.

Heimamenn lönduðu hins vegar sigri með þremur mörkum frá þeim Andra Rúnari Bjarnasyni (2) og Arnari Þór Samúelssyni.

Þegar þrjár umferðir eru eftir er Magni í 10. sæti deildarinnar með 19 stig og er enn aðeins tveimur stigum frá fallsæti.

Nýjast