Mikill áhugi fyrir tónleikum Mugison á Akureyri

Löng röð myndaðist fyrir utan Græna hattinn í dag.
Löng röð myndaðist fyrir utan Græna hattinn í dag.

Mikill áhugi er fyrir tvennum tónleikum sem tónlistarmaðurinn Mugison ætlar að standa fyrir á Græna hattinum næstkomandi föstudagskvöld. Frítt er á tónleikana var byrjað að afhenda miða á Græna hattinum kl. 13.00 í dag og þá strax var komin löng biðröð fyrir utan staðinn, sem náði að Skipagötu og því ljóst að miðarnir myndu rjúka út. Tónleikarnir á Græna hattinum verða kl. 20 og 23 á föstudagskvöld.

Mugison byrjaði á því að bjóða frítt á þrenna tónleika í Hörpu og vegna mikils áhuga ákvað hann að bjóða  upp á fría tónleika í öllum landsfjórðungum. Einnig verða tónleikar í Bolungarvík, á Seyðisfirði og í Vestmannaeyjum.

 

Nýjast