Leiksýningin Nei ráðherra verður aftur á fjölunum í Hofi á Akureyri um helgina. Miðarnir hafa gjörsamlega rokið út og verða tvær sýningar á morgun laugardag kl. 19.00 og 22.00. Næstkomandi föstudagskvöld, 16. mars, verður svo allra síðasta sýningarkvöldið. Sýningarnar á Akureyri eru samstarfsverkefni Menningarhússins Hofs, Borgarleikhússins og Leikfélags Akureyrar. Nei ráðherra er aðsóknarmesta sýning síðasta árs á Íslandi. Hún fékk Grímuverðlaunin sem áhorfendasýning ársins og afar jákvæð viðbrögð gagnrýnenda. Miðasala og nánari upplýsingar í síma 450 1000 og www.menningarhus.is.