Mikil sala í nýjum bílum

Valdemar Örn Valsson með nyjan  Toyota Corolla Cross hybrid AWD við hlið sér   Sem dæmi þá hækkar þe…
Valdemar Örn Valsson með nyjan Toyota Corolla Cross hybrid AWD við hlið sér Sem dæmi þá hækkar þessi bíll úr 8.550.000 í 10.090.000. Mynd aðsend

Eins og kunnugt er hækka flestar gerðir af nýjum bílum í verði nú um áramót, samhliða þvi sem rafbílastyrkurinn lækkar verulega eða úr 900 þúsund krónum í 500 þúsund krónur.

Vikublaðið kannaði hvort góð sala væri í nýjum bílum.

Valdemar Örn Valsson er sölustjóri hjá TOYOTA Akureyri og hann segir söluna í nýjum bílum hafa verið góða. ,,Það eru mjög margir búnir að stökkva til og versla fyrir áramót. Einnig eru bílaleigur að flýta kaupum og taka allt sem hægt er fyrir hækkun.”

Allar gerðir bíla seljast

Eru það allar gerðir bíla sem eru að seljast? ,,Já það má segja það. Við erum að selja allt frá Yaris upp í LandCruiser. Málið er að þeir bílar sem svo kallað venjulegt fólk er að kaupa hækka mest. Fólk sem átti ekki að skattleggja?” bætir Valdemar við.

Getur þú skotið á hver hækkunin muni verða? ,,Algengasta hækkunin er 14 til 20% sýnist mér. Bílar sem voru með hæðstu vörugjöld fyrir eins og LandCruiser og Hilux hækka um 7 til 8%”

En hvað með notaða bíla þeir hækka væntanlega einnig eða hvað? ,,Jú,jú varðandi notaða bíla þá koma þeir klárlega til með að hækka. Vinsælustu og sölulegustu bílarnir fyrst en hinir fylgja svo á eftir.” sagðI Valdemar Örn að lokum.

Nýjast