Bandaríkjamenn og Þjóðverjar langfjölmennastir
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í júní frá Bandaríkjunum (17,7%) og Þýskalandi (14,6%) en þar á eftir
fylgdu ferðamenn frá Noregi (8,1%), Danmörku (6,9%), Bretlandi (6,6%), Svíþjóð (6,1%) og Frakklandi (6,0%). Samanlagt voru þessar sjö
þjóðir tæplega tveir þriðju ferðamanna í júní.
Ferðamenn frá áramótum
Alls hafa 206.886 erlendir ferðamenn farið frá landinu það sem af er ári eða 35.636 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin milli
ára nemur 20,8%. Aukning hefur verið frá öllum mörkuðum, langmest þó frá N-Ameríku eða 47,8%. Þar næst kemur Mið- og
Suður Evrópa með 22,2% aukningu og Norðurlöndin með 20,4% aukningu. Aukningin frá Bretlandi er heldur minni eða tæp 8% og um 11% frá öðrum
svæðum.
Brottfarir Íslendinga
Brottförum Íslendinga fjölgaði um fimmtung í júní frá því í fyrra, voru 37.438 í ár en 30.736 í fyrra.
Brottförum Íslendinga frá áramótum hefur að sama skapi fjölgað um ríflega fimmtung (22,7%) í samanburði við sama tímabil
árið 2010.
Tveir stærstu ferðamánuðirnir framundan
Ef fram heldur sem horfir má búast við metfjölda erlendra ferðamanna í sumar. Framundan eru tveir stærstu ferðamannamánuðir ársins,
júlí og ágúst en þá mánuði kemur að jafnaði ríflega þriðjungur ferðamanna á ársgrunni til landsins um
Keflavíkurflugvöll. Miklar væntingar eru til sumarsins enda hefur aldrei verið eins mikið framboð af flugsætum til landsins og eftirspurn eftir
Íslandsferðum.