Frábær aðsókn hefur verið í sundlaugar Norðurþings það sem af er sumri eins og greint er frá á heimasíðu sveitarvélagsins.
"Veðrið hefur leikið við okkur síðustu vikur og hafa heimamenn og ferðamenn, bæði íslenskir og erlendir, verið duglegir að nýta sér sundlaugarnar á góðviðrisdögum," segir í tilkynningunni.
Met yfir fjölda gesta í júlí voru slegin bæði á Húsavík og í Lundi.
Í Lund komu yfir 3000 gestir og á Húsavík komu 11.454 gestir sem er met frá upphafi talninga.
Í sundlauginni á Raufarhöfn var gestafjöldi á pari við síðasta sumar.