Merkjavörur á góðu verði á uppboði á Kaffi Akureyri

Starfsfólkið á Kaffi Akureyri hefur brugðið á það ráð að halda uppboð á fatnaði sem fólk hefur gleymt. Fjöldinn allur af jökkum, frökkum, úlpum, treflum, vettlingum, stökkum, kápum o.fl. hefur safnast upp þar á bæ og í þetta skiptið var ákveðið að losna við fatnaðinn með þessum hætti í stað þess að fara með hann í fatasöfnun.  

Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til góðgerðamála, enda bara hið besta mál að hjálpa öðrum með peningagjöf, að sögn Árna Más skemmtanastjóra á Kaffi Akureyri. "Hugmyndin er sprottin úr því að við vorum að velta fyrir okkur hvort við ættum ekki að gera eitthvað sniðugt við allan þennan fatnað sem safnast hefur upp undanfarna mánuði. Við viljum þá bjóða öllum að koma til okkar á Kaffi Akureyri fimmtudaginn 23. apríl (sumardaginn fyrsta) klukkan 21.00. Plötusnúðurinn Mikki Svangi spilar sumartóna fyrir gesti og verður í svaka stuði. Greiðsla fer fram við hamarshögg og öllum verðum er stillt í hóf."

Þeir sem telja sig eiga flík á veitingastaðnum geta komið á staðinn milli 18-20. 

Nýjast