Menningin blómstrar sem aldrei fyrr á Akureyri

Menningin blómstrar sem aldrei fyrr á Akureyri og um helgina verða opnaðar fjölmargar listsýningar. Á morgun laugardag kl. 15.00, opnar Hulda Hákon sýninguna: tveir menn, kona og sæskrímsli, í Listasafninu á Akureyri.  Á sama tíma opnar sýningin: Viltu leika?, í GalleríBOXi.  

Samsýningin Í RÉTTRI HÆÐ, verður opnuð í Populus Tremula laugardaginn 16. maí kl. 14.00. Þar sýna verk sín listamennirnir Aðalsteinn Svanur, Arnar Tryggvason, Gunnar Kr., Kristán Pétur, Jón Laxdal og Þórarinn Blöndal. Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 17. maí kl. 14:00 - 17:00. Hlynur Hallsson opnar sýninguna „Landnám - Ansiedlung - Settlement" hjá Gallerí Víð8ttu601 í Hólmanum í tjörninni í Innbænum á Akureyri laugardaginn 16. maí kl. 15.00. og stendur hún til 15. júlí  nk. Ingirafn Steinarsson sýnir verkið Rauð teikning á VeggVerki í dag, föstudaginn 15. maí. Verkið er teikning unnin með "kalklínu". Sigrún Guðjónsdóttir - Rúna opnar myndlistasýningu í DaLí Gallery laugardaginn 16. maí kl. 14-17 og stendur hún til 6. júní nk.

Nemendur Oddeyrarskóla og Brekkuskóla ásamt kennurum sínum unnu sérstaklega fyrir sýninguna í GalleríBOXi.  Er afrakstur þeirra vinnu til sýnis og er ætlað að vera einskonar leiðarvísir fyrir áframhaldandi vinnu. Því þetta er bara byrjunin, þessari sýningu er ætlað að vaxa og breytast.  Öllum er heimilt að koma með verk á sýninguna eða gera verk á staðnum. Sérlega er horft til þess að fullorðnir og börn vinni saman verk og skilji þau eftir. Einnig heimilt að vinna áfram þau verk sem eru á staðnum og halda áfram með þau.  Þetta er lifandi sýning og hún gæti þróast í hvaða þá átt sem henni þóknaðist.  En mikilvægast er, að myndlistin er sá samræðugrundvöllur sem allir mætast á. Umsjónarmenn sýningarinnar eru; Brynhildur Kristinsdóttir, Joris Redymaker og Þórarinn Blöndal. GalleríBOX er opið laugardaga og sunnudaga milli kl. 14:00-17:00. Sýningin stendur hún til 7. júní.

Nýjast