Menningarminjadagur Evrópu á sunnudaginn

Menningarminjadagur Evrópu verður haldinn sunnudaginn 6. september n.k. Þema dagsins að þessu sinni er torfhús í fortíð og nútíð. Meðal staða sem opnir verða er gamli bærinn í Laufási. Bærinn er hluti húsasafns Þjóðminjasafns Íslands en í umsjá Minjasafnsins á Akureyri.  

Í Laufási verður opið milli 09:00 og 18:00 og er aðgangur ókeypis í tilefni menningarminjadagsins. Kl. 14:00 mun Sigurður Bergsteinsson minjavörður Fornleifaverndar ríkisins á Norðurlandi eystra flytja fyrirlestur í Laufási um íslenska torfbæinn, uppruna hans og þróun. Tilgangur menningarminjadagsins er að vekja athygli almennings á gildi menningararfsins og skapa vettvang til þess að almenningur geti kynnst sögulegu umhverfi sínu. Dagskrá menningarminjadagsins má finna í heild á heimasíðu Fornleifaverndar ríkisins, http://www.fornleifavernd.is/

Nýjast