Menn ætla ekki að læra af öðrum verkefnum

Vinna vegna yfirfærslu á málefnum aldraðra frá ríki til sveitarfélaga er í fullum gangi.
Vinna vegna yfirfærslu á málefnum aldraðra frá ríki til sveitarfélaga er í fullum gangi.

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri hefur miklar efasemdir um að málefni  aldraðra verði flutt yfir til sveitarfélaga á þessu eða næsta ári. Þetta kom fram í máli hans á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Vinna við yfirfærslu málaflokksins er í fullum gangi og situr Eiríkur í starfshópi vegna málsins. Hann sagði að starfshópurinn hefði fengið í hendur greinargerð frá starfsmönnum og ráðgjöfum ráðuneytisins, varðandi þá þætti sem þarf að huga að þegar að flutningum kemur. “Það er ljóst að við þurfum að halda vöku okkar í þessu máli. Það kemur skýrt fram að menn ætla ekki að læra af öðrum verkefnum sem færð hafa verið frá ríki til sveitarfélaga,” sagði Eiríkur og nefndi í því sambandi yfirfærslu grunnskólanna og málefni fatlaðra. Hann sagði það sína skoðun að yfirfærslan á málefnum aldraðra myndi ekki verða á þessu ári eða því næsta. Það þyrfti lengri tíma til undirbúnings.

Nýjast