Meistararnir úr leik

Skautafélag Reykjavíkur lagði Íslandsmeistara SA Víkinga frá Akureyri að velli, 6-5, í Skautahöllinni í Laugardal í gærkvöld á Íslandsmóti karla í íshokkí. Eftir ósigur norðanmanna er ljóst að þeir komast ekki í úrslitakeppnina og er það í fyrsta sinn sem Akureyringar eiga ekki lið í úrslitakeppni karla síðan byrjað var að keppa um Íslandsmeistaratitilinn, árið 1992.

Robbie Sigurdsson skoraði þrjú mörk fyrir SR í leiknum og þeir Gauti Þormóðsson, Daniel Kolar og Egill Þormóðsson sitt markið hver. Lars Foder skoraði tvívegis fyrir Víkinga og þeir Orri Blöndal, Björn Már Jakobsson og Guðmundur Guðmundsson eitt mark hver.

Skautfélag Reykjavíkur og Björninn munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í næsta mánuði.

Nýjast