Meistararnir í slæmum málum

Íslandsmeistarar SA Víkingar eiga litla möguleika á því að komast áfram í úrslitakeppnina á Íslandsmóti karla í íshokkí eftir tap gegn SR í Laugardalnum í gærkvöld, 2-7. SR gulltryggði sig inn í úrslitin með sigrinum en liðið hefur 32 stig í efsta sæti deildarinnar og á þrjá leiki eftir. SA Víkingar hafa 23 stig í þriðja sæti og eiga einnig eftir að leika þrjá leiki. Björninn er í öðru sæti með 29 stig og á einn leik eftir.

Tvö efstu liðin leika til úrslita og í baráttunni um hitt lausa sætið stendur Björninn vel að vígi.

Robbie Sigurðsson skoraði tvívegis fyrir SR í gærkvöld og þeir Arnþór Bjarnason, Björn Róbert Sigurarson, Daniel Kolar, Guðmundur Björgvinsson og Gauti Þormóðsson eitt mark hver.
Mörk SA Víkinga skoruðu þeir Andri Mikaelsson og Steinar Grettisson.

Nýjast