Meirihlutinn kannar áframhaldandi samstarf

Odd­vit­ar flokk­anna þriggja sem mynduðu meiri­hluta í bæj­ar­stjórn Ak­ur­eyr­ar síðustu fjög­ur ár segj­ast munu byrja á því að tala sam­an og kanna hvort þeir nái að semja um áfram­hald­andi sam­starf næstu fjög­ur ár. Þetta sögðu þau öll í sam­tali við blaðamann Morg­un­blaðsins og mbl.is í nótt. Listi fólks­ins, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sam­fylk­ing­in héldu öll tveim­ur mönn­um í bæj­ar­stjórn. 

Guðmund­ur Bald­vin Guðmunds­son hélt áfram sem odd­viti Fram­sókn­ar, en odd­vit­ar hinna fram­boðanna koma nýir inn í bæj­ar­stjórn, Hilda Jana Gísla­dótt­ir, Sam­fylk­ingu og Halla Björk Reyn­is­dótt­ir, L-lista, sem sat reynd­ar í bæj­ar­stjórn 2010 til 2014 en gaf ekki kost á sér fyr­ir fjór­um árum, mbl.is segir frá

D-listi Sjálf­stæðis­flokks­ins fékk flest at­kvæði, eða 1.998 og þrjá bæj­ar­full­trúa. L-list­inn, sem er bæj­arlisti Ak­ur­eyr­ar fékk næst­flest at­kvæði, 1.828 og tvo full­trúa.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er þriðji stærsti flokk­ur­inn á Ak­ur­eyri og fékk 1.530 at­kvæði og tvo bæj­ar­full­trúa kjörna. Sam­fylk­ing­in fékk einnig tvo full­trúa og 1.467 at­kvæði. Vinstri­hreyf­ing­in grænt fram­boð fékk 820 at­kvæði og einn full­trúa, Miðflokk­ur­inn fékk einnig einn full­trúa og 707 at­kvæði og Pírat­ar fengu 377 at­kvæði og eng­an full­trúa kjör­inn.

9.083 kusu sem er 66,3% kjör­sókn og 13.708 voru á kjör­skrá. Auð og ógild at­kvæði voru sam­tals 356.

Nýjast