Akureyri sækir botnlið Gróttu heim í kvöld í N1-deild karla í handknattleik en heil umferð fer þá fram í deildinni. Þegar liðin áttust við fyrr í vetur fyrir norðan vann Akureyri með fimmtán marka mun, 39-24. Það er alveg klárt mál að þetta er leikur sem við verðum að vinna. Ef við ætlum okkur að komast í topp fjóra í deildinni að þá er þetta leikur sem við megum ekki misstíga okkur í og það kemur ekkert annað til greina en sigur, segir Sævar Árnason aðstoðarþjálfari Akureyrar um leikinn í kvöld.
Norðanmenn sitja í fimmta sæti deildarinnar með 14 stig, tveimur stigum á eftir Fram sem er í fjórða sæti. Grótta situr sem fastast á botninum með eitt stig. Einnig mætast í kvöld Haukar og FH í Hafnarfjarðarslag, HK og Valur og Afturelding og Fram.
Nánar er rætt við Sævar í Vikudegi í dag.