Meðferðarúrræðið Karlar til ábyrgðar kynnt á fundi

Fundurinn verður haldinn á Hótel Kea.
Fundurinn verður haldinn á Hótel Kea.

Á morgun , miðvikudaginn 7. desember, boðar Jafnréttisstofa og Karlar til ábyrgðar, til fundar á Hótel KEA kl. 12.00-13.30, til að kynna meðferðarúrræðið Karlar til ábyrgðar. Allir eru velkomnir en þeir sem koma að ofbeldi á heimilum og eru líklegir til að benda körlum sem beita maka sína ofbeldi á slíka leið til úrbóta, eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum fyrir árin 2011-2014 er kveðið á um að meðferðarúrræðið Karlar til ábyrgðar, sem hefur staðið körlum á höfuðborgarsvæðinu til boða samfellt frá árinu 2006, verði nú einnig á boðstólum víðar um land. Akureyri og nágrenni verða fyrst til að njóta aukinnar þjónustu við karla sem vilja losna úr vítahring ofbeldisbeitingar. Það eru sálfræðingarnir Andrés Ragnarsson og Einar Gylfi Jónsson sem hafa byggt meðferðarúrræðið upp og notið til þess fyrirmynda og handleiðslu frá Alternativ til vold í Noregi.  Þeir munu kynna verkefnið ásamt Kristjáni Má Magnússyni sem starfar sem sálfræðingur á Akureyri. Boðið verður upp á kaffi og samlokur.

 

Nýjast