Meðalhiti á Akureyri fyrstu 25 daga júlímánaðar er 15,0 stig og sömuleiðis 15,0 stig síðustu 30 daga. Hæsta júlítala á Akureyri hingað til er 13,3 stig, frá hinu sérlega óvenjulega sumri 1933.
Þetta kemur fram á Hungurdiskum, sem er hópur á fjasbók þar sem fjallað er um veður og veðurfar. Ritstjóri er Trausti Jónsson veðurfræðingur.
Fram kemur að meðaltalið á Krossanesbrautinni sé lítillega lægra, 14,5 stig það sem af er mánuði. Meðalhiti sé álíka hár á Torfum í Eyjafirði og litlu lægri á Hallormsstað, á Reykjum í Fnjóskadal og við Mývatn.
„Líklegt er að þessar vægast sagt óvenjulegu tölur lækki heldur næstu daga, en þó lítur nokkuð vel út með að júlímeðalhitamet verði slegin á allmörgum stöðvum og sá möguleiki er einnig fyrir hendi að við fáum að sjá hærri mánaðarmeðalhita en sést hefur áður hér á landi á einhverri stöð.“
/MÞÞ