Hinn árlegi markaðsdagur í Gamla bænum í Laufási í Eyjafirði verður haldinn í dag frá kl. 14:00 – 17:00. Á markaðnum mun að þessu sinni kenna ýmissa grasa. Þar má nefna handverk og listmuni ásamt margs konar matvöru úr héraðinu svo sem jurtate, brauð og sultur.
Urtasmiðjan mun kynna vörur sínar og lifandi tónlist setur svo punktinn yfir i-ið á hið þjóðlega umhverfi torfbæjarins. Þjóðlegar veitingar verða til sölu í Gamla prestssetrinu. Gamli bærinn í Laufási er opinn alla daga til 15. september frá 9-18.