Íslandsmeistaramótið er haldið einu sinni á ári og að þessu sinni mættu um 250 pör til leiks og kepptu í ýmsum flokkum. Mariusz og Guðný keppa fyrir hönd Íþróttafélagsins Akurs og er Anna Breiðfjörð danskennari þjálfari þeirra. Kristján Vilhelmsson lánaði þeim aðstöðu til æfinga og eru þau honum þakklát fyrir það. Mariusz og Guðný kepptu í tveimur flokkum sem fyrr sagði: Íslandsmeistaramóti ungmenna K Latin, þar sem kepptu í Samba, Cha Cha, Rúmbu og Jive og í sömu dönsum á Íslandsmeistaramóti fullorðinna K Latin. Sex pör dönsuðu til úrslita í báðum flokkum og unnu Mariusz og Guðný Íslandsmeistaratitil í þeim báðum. Næsta keppni þeirra er 11. júlí í Íþróttahöllinni á Akureyri í sumar, á Landsmóti UMFÍ.