Ekkert lát er á velgengni Maríu Guðmundsdóttir hjá SKA sem bætir FIS-punktastöðu sína á skíðum með hverjum deginum. Keppt var í stórsvigi í Oppdal í Noregi í gær þar sem 86 stelpur hófu keppni og 58 kláruðu. María varð í 2. sæti og Helga María Vilhjálmsdóttir frá Reykjavík varð í 12. Sæti. Auk þeirra kepptu þau Auður Brynja Sölvadóttir sem varð í 47. sæti, Tinna Rut Hauksdóttir kláraði ekki og Sigurður Hauksson varð í 54. sæti.