María Guðmundsdóttir stóð sig frábærlega í Noregi

Um síðustu helgi keppti María Guðmundsdóttir skíðakona úr SKA á hérðasmóti í Buskerud í Noregi. Keppendur komu meðal annars frá Geilo, Drammen, Hemsedal, Ål, og Gol. María sigraði mótin báða dagana á glæsilegan hátt. Í stórsvigi hafði hún mikla yfirburði, var hvorki meira né minna en fimm sekúndum. á undan næsta keppenda og í svigi voru yfirburðirnir litlu minni, en þar var hún rúmum fjórum sekúndum á undan næsta keppenda.  Sem dæmi um hversu vel hún skíðaði þá var hún með betri tíma en strákarnir í hennar aldursflokki á sama móti í umræddum greinum.

Nýjast