Fé verður smalað á öllu Norðurlandi í vikunni/mynd vma.is
Fé verður smalað á öllu Norðurlandi í vikunni. Margir nemendur Verkmenntaskólans á Akureyri, fyrst og fremst þeir sem búa í sveitum á Norðurlandi, hafa fengið leyfi frá skólayfirvöldum til þess að fara til síns heima og taka þátt í að smala afréttarlönd en eins og fram hefur komið hefur göngum á Norðurlandi víðast hvar verið flýtt vegna slæmrar veðurspár á föstudag og laugardag. Þetta kemur fram á fréttasíðu skólans í morgun.
"Við höfum fúslega veitt þeim nemendum sem þess óska leyfi til þess að fara heim og taka þátt í göngum. Það er meira en sjálfsagt mál þegar svona stendur á. Þetta er kapphlaup við tímann og því er mikilvægt að allir geti lagt sitt af mörkum," segir Sigríður Huld Jónsdóttir, aðstoðarskólameistari VMA.
Vinnsla hófst í morgun af fullum krafti í fiskvinnslu Samherja á Dalvík eftir sumarleyfi starfsfólks en vinnsla hjá ÚA á Akureyri hófst í júlí eftir sumarleyfi. Jón Sæmundsson framleiðslustjóri á Dalvík hafði í nógu að snúast á þessum fyrsta degi.
Nú þegar haustið færist yfir fer skólastarf að hefjast að nýju í grunnskólum Akureyrarbæjar. Samkvæmt upplýsingum frá skóladeild bæjarins er gert ráð fyrir að um 2.500 nemendur sæki grunnskóla í vetur. Þar af eru 212 börn skráð í 1. bekk, og hefja þar með sína grunnskólagöngu.
Steps Dancecenter hefur gefið út glæsilegt dansmyndband við atriðið Ready For Take Off, sem samið er af Birtu Ósk Þórólfsdóttur. Atriðið keppti fyrr í vetur í undankeppnum bæði Dance World Cup og Global Dance Open með frábærum árangri, og þótti því kjörið að fanga það á filmu
Húsheild Hyrna hefur hafið vinnu við byggingu þjónustuhús hafnarinnar á Torfunefsbryggju. Áætlað er að vinnu við húsið verði lokið á vordögum 2026. Þriðjudaginn 19. ágúst kl. 11.00 voru opnuð tilboð í byggingarétt lóðanna Torfunef 2 og 3 í samræmi við úthlutunar- og útboðsskilmála frá 19. maí s.l.
Eftir að ég komst á sjötugsaldurinn hef ég þurft að horfast í augu við það að margt það sem ég áður hafði er farið að minnka og hverfa. Hárin á höfði mér eru næsta fá talsins og þau sem eru þar enn hafa tekið á sig hvítan lit. Líkamlegt þrek er minna og sjónin lítið eitt farin að daprast. Ég tel hins vegar að í stað þessa hafi ég öðlast vitneskju sem aðeins reynslan og tíminn geta fært manni. Stundum er þetta vitneskja sem gengur þvert á það sem spekingar hafa sagt og skrifað um lykil að farsælu lífi.
Það var sannkölluð möffinsveisla um verslunarmannahelgina þegar Mömmur og möffins héldu upp á 15 ára afmæli sitt með glæsilegri söfnun. Alls söfnuðust 1.681.579 krónur sem renna óskertar til fæðingardeildar Sjúkrahússins á Akureyri, en fulltrúar söfnunarinnar afhentu SAk styrkinn formlega í gær.