Mammútar eru Íslandsmeistarar í krullu eftir stórsigur gegn Fífunum í úrslitaleik, 11-0, í Skautahöllinni á Akureyri sl. helgi. Eins og tölur gefa til kynna höfðu Mammútar mikla yfirburði í leiknum og er liðið bæði deildar-og Íslandsmeistari árið 2012. Þetta er jafnframt í fjórða sinn sem Mammútar vinna Íslandsmeistaratitilinn. Fálkar tryggðu sér bronsið í öllu jafnari leik gegn Víkingum í leiknum um þriðja sætið, en Fálkar unnu 6-5.