Magni sigraði í níu marka leik

Magni vann gríðarlega mikilvægan útisigur á Hetti er liðin mættust á Fellavelli í 13. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu í gærkvöld, í sannkölluðum markaleik. Alls voru níu mörk skoruð í leiknum sem endaði með 5-4 sigri Magna.

Hreggviður Heiðberg Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Magna í leiknum og þeir Kristján Páll Hannesson, Halldór Áskell Stefánsson og Baldvin Ólafsson gerðu sitt markið hver.

Magni situr í níunda sæti deildarinnar með 13 stig.

Nýjast