Magni með góðan sigur
Eftir slæmt tap í síðasta deildarleik náði Magni góðum sigri á heimavelli gegn KS/Leiftri er liðin mættust á
Grenivíkurvelli sl. föstudag í 2. deild karla. Heimamenn í Magna komust í 3-0 í leiknum með mörkum frá þeim Ingvari Gíslasyni,
Halldóri Áskeli Stefánssyni og Kristjáni Páli Hannessyni. Gestirnir náðu að minnka muninn með mörkum frá þeim Ragnari Haukssyni
og Ragnari Adolf Árnasyni. Lokatölur, 3-2 sigur Magna. Eftir fjóra leiki er Magni kominn upp í 4. sæti deildarinnar með sjö stig.
Nýjast