Magni frá Grenivík er fallinn niður í 3. deild eftir tap gegn Gróttu á útivelli í lokaumferð 2. deildar karla í knattspyrnu sl. laugardag. Lokatölur á Gróttuvelli urðu 3-2 sigur heimamanna.
Þeir Steinar Logi Rúnarsson og Ingvar Már Gíslason skoruðu mörk Magna í leiknum en mörk heimamanna skoruðu þeir Agnar Sigurjónsson, Pétur Már Harðarson og Arnar Freyr Gunnsteinsson.
Magni endaði í neðsta sæti deildarinnar með 19 stig úr 22 leikjum og fellur þar með niður um deild ásamt Tindastóli.